fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Georgina opnar sig um erfiðasta ár lífs síns – „Eitthvað sem mun fylgja mér að eilífu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. desember 2022 19:30

Georgina Rodriguez. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgina Rodriguez, kærasta og barnsmóðir Cristiano Ronaldo, segir að árið sem er að líða sé það erfiðasta í lífi hennar hingað til.

Ár Georginu og Ronaldo var viðburðaríkt. Í vor eignuðust þau tvíbura en annað barnanna lést í fæðingu. Þá hefur Ronaldo átt erfitt uppdráttar utan vallar, en samningi hans við Manchester United var rift í síðasta mánuði eftir að kappinn fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan.

„Þetta hefur verið erfiðasta ár lífs míns. Mín hamingjusamasta stund var líka sú sorglegasta,“ segir Georgina um fæðingu tvíburana í vor.

„Þetta er eitthvað sem mun fylgja mér að eilífu. Ég mun aldrei gleyma þessu.“

Fyrir áttu Ronaldo og Georgina fimm ára dóttur og þá búa þrjú önnur börn leikmannsins einnig á heimili þeirra.

„Börnin mín eru það mikilvægasta sem ég á og allt sem ég geri er fyrir þau,“ segir Georgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar