fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Netverjar hjóla í Simma Vill sem bregst hratt við – „Betra að vera talinn heimskur en að opna á sér munninn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 14:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar hafa valdið úlfúð á meðal netverja í dag. Þar ræðir hann Heimsmeistaramótið í Katar og segir að fólk verði að virða menninguna þar í landi, þó hann sé ekki sammála henni. Undir færslu DV á Facebook um málið hafa skapast heitar umræður.

FIFA hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að halda mótið í Katar. Mannréttindi eru fótum troðin í landinu. Samkynhneigð er til að mynda bönnuð og fjöldi verkafólks lést við byggingu þeirra leikvanga sem notaðir eru undir HM.

„Segjum að þú farir til Tenerife. Ert þú týpan sem fer beint á Íslendingabarinn? Þú ert að læra á nýjan kúltúr er það ekki? Er þá ekki bara frábær tilbreyting að mæta til Katar og upplifa hvernig Katar er, en ekki bara fara beint á Íslendingabarinn? Katar á ekki endilega aðlagast heldur eigum við kannski bara að aðlagast þeim og kynna okkur í leiðinni þennan kúltúr,“ sagði Sigmar í hlaðvarpsþættinum 70 Mínútur.

„Það er okkar norm, ekki þeirra norm. Ég er ekki sammála þeirra kúltúr en við verðum að átta okkur á því að árið 1970 var það nú bara þannig að við gerðum samkynhneigða brottræka úr samfélaginu okkar. Við erum komin lengra í þessu en þeir eru að komast þangað. Við vorum ekkert rosalega fljót til í þessum efnum en þegar við vorum til gerðum við það á ógnarhraða. Það er enginn ósammála því að það var frábær þróun,“ sagði hann einnig, en nánar má lesa um málið hér.

Netverjar í athugasemdakerfinu á Facebook hafa lesið Sigmari pistilinn eftir ummæli hans í þættinum. Hann er þar meðal annars sagður siðblindur, ásamt fleiri miður fallegum athugasemdum.

Sigmar bendir fólki á að hlusta á ummæli sín um málið í hlaðvarpinu sjálfur.

„Það er áhugavert að lesa þessi comment, það er ljóst að enginn hér hlustaði á það sem sagt er í Podcastinu, heldur les fyrirsagnir og hendir í sleggjudóma. Fordómar byggjast á vanþekkingu og oft á tíðum fáfræði. Það væri óskandi að þeir sem kasta hér steinum í allar áttir myndu hlusta á podcastið og síðan dæma um hvaða skoðun ég hef á þessu máli,“ skrifar Sigmar.

„Það gleymdi einhver að segja honum að það er betra að vera talinn heimskur en að opna á sér munninn og koma upp um sig,“ skrifar einn netverji.

Þessu svaraði Sigmar. „Áhugavert að þú skulir hafa skoðun á þessu án þess að hlusta á Podcastið. Það að dæma fyrirsögn er ekki sérstaklega uppbyggilegt. Væri gaman að heyra þína skoðun eftir að þú hlustaðir á það sem sagt er, en ekki bara öskra á fyrirsagnir. Fordómar byggjast á vanþekkingu og ég leyfi mér að fullyrða að þú hefur ekki kynnt þér það sem fram kemur í podcastinu fyrst að þú leyfir þér að skjóta þessu svona fram. Góða helgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar