fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Enn og aftur var dramatík þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. desember 2022 17:05

Hwang Hee-Chan fagnar sigurmarkinu vel og innilega. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru læti og dramatík í lokaumferð H-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.

Suður-Kórea mætti Portúgal. Síðarnefnda liðið hafði þegar tryggt sig áfram og gerði fjölda breytinga á byrjunarliði sínu í dag.

Ricardo Horta kom Portúgal yfir strax á fimmtu mínútu. Þannig var staðan þar til á 27. mínútu þegar Young-Gwong Kim skoraði.

Staðan í hálfleik var jöfn.

Það stefndi allt í jafntefli og að Suður-Kórea væri á leið úr leik þegar Hee-Chan Hwang skoraði eftir frábæran undirbúning Heung-Min Son.

Lokatölur 2-1.

Giorgian de Arrascaeta fagnar öðru marki Úrúgvæ. Getty Images

Úrúgvæ mætti á sama tíma Gana. Liðið gerði sitt.

Ganverjum mistókst að komast yfir á 21. mínútu þegar Andre Ayew klikkaði á víti. Skömmu síðar kom Giorgian De Arrascaeta Úrúgvæ yfir.

Hann var aftur á ferðinni eftir rúman hálftíma leik með annað mark Úrúgvæa.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Úrúgvæ. Það var hins vegar ekki nóg.

Portúgal endar á toppi H-riðils með sex stig. Suður-Kórea fylgir þeim áfram í 16-liða úrslitin með fjögur stig, jafnmörg og Úrúgvæ en fer áfram á fleiri mörkum skoruðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni