fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Enn og aftur var dramatík þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. desember 2022 17:05

Hwang Hee-Chan fagnar sigurmarkinu vel og innilega. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru læti og dramatík í lokaumferð H-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.

Suður-Kórea mætti Portúgal. Síðarnefnda liðið hafði þegar tryggt sig áfram og gerði fjölda breytinga á byrjunarliði sínu í dag.

Ricardo Horta kom Portúgal yfir strax á fimmtu mínútu. Þannig var staðan þar til á 27. mínútu þegar Young-Gwong Kim skoraði.

Staðan í hálfleik var jöfn.

Það stefndi allt í jafntefli og að Suður-Kórea væri á leið úr leik þegar Hee-Chan Hwang skoraði eftir frábæran undirbúning Heung-Min Son.

Lokatölur 2-1.

Giorgian de Arrascaeta fagnar öðru marki Úrúgvæ. Getty Images

Úrúgvæ mætti á sama tíma Gana. Liðið gerði sitt.

Ganverjum mistókst að komast yfir á 21. mínútu þegar Andre Ayew klikkaði á víti. Skömmu síðar kom Giorgian De Arrascaeta Úrúgvæ yfir.

Hann var aftur á ferðinni eftir rúman hálftíma leik með annað mark Úrúgvæa.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Úrúgvæ. Það var hins vegar ekki nóg.

Portúgal endar á toppi H-riðils með sex stig. Suður-Kórea fylgir þeim áfram í 16-liða úrslitin með fjögur stig, jafnmörg og Úrúgvæ en fer áfram á fleiri mörkum skoruðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá