fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Færsla lögreglu vekur athygli: Betur fór en á horfðist í útkalli í heimahús – „Nágrannarnir vissu eðlilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 14:30

Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti skemmtilega færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem skemmtileg saga er sögð frá útkalli hennar í heimahús yfir leiuk í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.

Lögreglan hvetur fólk til að hafa hægt um sig þegar undanúrslit HM hefjast í kvöld.

„Enn æsast leikar á HM í Katar, en undanúrslitin hefjast í kvöld og viðbúið er að einhver missi stjórn á skapinu ef úrslitin verða óhagstæð. Þetta er alvanalegt þegar tuðruspark er annars vegar og því fastir liðir að lögreglan sé kölluð til þegar slíkir stórviðburðir eru á dagskrá,“ segir í færslu lögreglu.

„Þetta var einmitt raunin í 8 liða úrslitum á HM um helgina, en þau voru sérstaklega spennandi og þurfti að grípa til framlengingar og vítaspyrnukeppni í tveimur leikjanna. Á ónefndu heimili í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu bar spennan heimilisfólkið ofurliði þegar leikar stóðu sem hæst svo að íbúðin þeirra lék nánast á reiðskjálfi með tilheyrandi hrópum og köllum.“

Lögreglan fór á svæðið en ekki var allt sem sýndist.

„Nágrannarnir vissu eðlilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið og hringdu í lögregluna sem brást fljótt við, fór á vettvang og bjóst við hinu versta. Þegar á staðinn var komið hafði ástandið hins vegar róast, úrslitin voru ráðin eftir vítaspyrnukeppni og „stuðningsmennirnir“ búnir að ná áttum á nýjan leik. Frekari afskipti lögreglunnar voru því óþörf.“

Sem fyrr segir hefjast undanúrslitin í kvöld. Þá mætast Argentínumenn og Króatar klukkan 19. Á morgun mætast svo Frakkar og Marokkó í hinum undanúrslitaleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Heldurðu að þessar geirvörtur séu að fara bjarga þessu óendanlega þreytta hjónabandi?“

,,Heldurðu að þessar geirvörtur séu að fara bjarga þessu óendanlega þreytta hjónabandi?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefur enn ekki séð lið sem veit hvernig á að stöðva mest spennandi leikmann heims – Mætir honum á næstunni

Hefur enn ekki séð lið sem veit hvernig á að stöðva mest spennandi leikmann heims – Mætir honum á næstunni
433Sport
Í gær

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni
433Sport
Í gær

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni – Rúnar Ingi mætir og fer yfir sviðið

Nýr þáttur af Íþróttavikunni – Rúnar Ingi mætir og fer yfir sviðið
433Sport
Í gær

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle