fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Fjölmiðlar og atvinnulausar stjörnur gagnrýna Ronaldo – ,,Vilja fá athygli og láta hann líta illa út“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 13:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil, fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar sem hefur verið á milli tannana á fólki nýlega.

Í vikunni var talað um að Ronaldo ætlaði að segja skilið við portúgalska landsliðið eftir að hafa verið á bekknum í 16-liða úrslitum mótsins.

Fyrr í vetur vakti Ronaldo verulega athygli er hann ræddi við Piers Morgan og skaut þar á allt og alla og er í dag samningslaus.

Manchester United var á meðal þeirra sem Ronaldo skaut á en hann var samningsbundinn liðinu er viðtalið fór í loftið sem endaði með samningsriftun.

,,Ég bara skil ekki hvaðan öll þessi neikvæði kemur. Fjölmiðlarnir eru bara að reyna að vinna sér inn smelli og fyrrum atvinnumennirnir sem eru atvinnulausir í dag vilja fá athygli og reyna að fá hann til að líta illa út,“ sagði Özil.

,,Hann verður 38 ára gamall bráðum – svo hvað er skrítið við að hann sé ekki að skora 50 mörk á tímabili? Allir ættu að vera ánægðir með að hann hafi spilað í heimsklassa í 20 ár.“

,,Ég er alls ekki á því máli að nýja kynslóðin muni jafna þessar tölur, hann verður alltaf í eigin gæðaflokki. Allir ættu að sýna einum besta íþróttamanni sögunnar meiri virðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hermann Hreiðarsson tekur við Val

Hermann Hreiðarsson tekur við Val
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur horfir til Íslandsmeistaranna

Valur horfir til Íslandsmeistaranna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“