fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Ráðlögðu þeim sem neita að ræða við íslenska fjölmiðla – „Miklu betri frétt fyrir mig ef þú neitar að ræða við mig“

433
Laugardaginn 10. desember 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.

Meðal annars var talað um ákvörðun einstaklinga sem hafa neitað að ræða við eða aðstoða ákveðna fjölmiðla vegna óánægju með umfjöllum

Tekin voru dæmi:

Erlingur Richardson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, neitar að tala við Stöð 2/ Seinni Bylgjuna.

Þá hafa íslenskir knattspyrnudómarar neitað að dæma á Fótbolta.net mótinu, sem hefur sökum þess verið fellt niður, vegna þess að þeir eru ósáttir með umfjöllun miðilsins.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar, spurði sérfræðinga sína, sem stundum básúna um hitt og þetta tengt sínum störfum sem fjölmiðlamenn, hvort fólk nú til dags sé orðið eitthvað viðkvæmara fyrir umfjöllun?

,,Hafa ekki alltaf verið svona einn og einn inn á milli sem tekur svona nærri sér?“ sagði Hörður Snævar sem sagði fjóra einstaklinga hafa neitað að tala við sig í gegnum hans blaðamannaferil.

Gunnar gat tengt við þetta svar Harðar.

,,Það er um eitthvað svipað að ræða hjá mér, ekki mikið meira en það. Menn eru svosem í fullum rétti til að neita að tjá sig en menn verða samt sem áður að átta sig á því að þeir eru ekki bara að tala við okkur fjölmiðlamennina.

Þeir eru ekki að gera mér eða Herði neinn persónulegan greiða með því að tala við okkur. Þeir eru náttúrulega að tala við sína stuðningsmenn.

Þetta getur einnig verið leið til þess að tala við leikmannahópinn sinn, leið til að tala við bæjarfélag í heild sinni þess vegna, stjórnendur íþróttafélaga og ég veit ekki hvað og hvað.

Þetta er bara orðinn partur af starfslýsingunni.“

Hörður vildi í kjölfarið á þessum orðum Gunnars koma til skila ráðum til þjálfara:

,,Það er miklu betri frétt fyrir mig ef þú neitar að ræða við mig. Hún fær miklu betri lestur. Þú eiginlega gerir mér greiða með því að segja nei við því að ræða við mig.“

Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Í gær

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun
433Sport
Í gær

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
Hide picture