fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Voru búnir að panta flug heim fyrir leik kvöldsins þrátt fyrir að eiga möguleika

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 22:11

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskaland er úr leik á HM eftir lokaumferð E riðils sem fór fram í kvöld en Japan og Spánn komast í 16-liða úrslit.

Þýskaland veldur aftur vonbrigðum á HM en liðið stóð sig alls ekki vel í Rússlandi 2018 og komst ekki upp úr riðli.

Í kvöled vann liðið 4-2 sigur á Kosta Ríka þar sem Kai Havertz, leikmaður Chelsea, skoraði tvennu.

Það dugði hins vegar ekki til þar sem Japan gerði sér lítið fyrir og vann Spán á sama tíma, 2-1.

Úrslitin þýða að Japan endar í efsta sæti riðilsins eftir að hafa unnið bæði Spán og Þýskaland í riðlnum.

Samkvæmt þýska miðlinum Bild var Þýskaland búið að undirbúa sig fyrir það versta og hafði fyrir leik pantað flug heim.

Vonirnar voru samkvæmt þessum fréttum því ekki miklar hjá Þýskalandi sem er í mikilli lægð þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér