Bonnie Brown rakar inn 50 þúsund pundum á mánuði í gegnum fullorðinssíðuna Fanvue.
Áskrifendur eru þó að aukast í kringum Heimsmeistaramótið í Katar. Hún býður upp á knattspyrnutengt efni, eins og að vera klædd fótboltabúningum.
Brown er bjartsýn á að geta þénað allt að 100 þúsund pund á mánuði ef enska landsliðið fer alla leið á HM í Katar og vinnur mótið.
„Þjóðin er auðvitað fótboltaóð eins og er. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir knattspyrnutengdu efni mínu,“ segir Brown.
„Ég á fullt af treyjum Englands og Leicester. Ég er á góðri leið með að setja met á Fanvue á einum mánuði. Ég held með Englandi alla leið.“
England er komið alla leið í 8-liða úrslit HM. Þar verður andstæðingurinn Frakkland annað kvöld.