fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Nýjustu tíðindin frá Katar vekja upp óhug – Rannsókn hafin

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 13:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farandverkamaður lést er hann var við viðgerðir á æfingasvæði sádi-arabíska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar. Maðurinn er frá Filippseyjum.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist harmi slegið yfir tíðindunum.

Mótanefnd segir starfsmanninn hins vegar ekki hafa verið að vinna innan síns verksviðs. Þá á slýsið ekki að hafa gert innan lögsögu HM í Katar.

„FIFA er harmi slagið yfir þessum tíðindum og hugur okkar er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Þá kemur fram að sambandið geti ekki tjáð sig meira um málið að svo stöddu.

Katörsk yfirvöld rannsaka nú dauðsfallið og reyna að komast til botns í málinu.

Aðbúnaður verkamanna í aðdraganda HM í Katar var harðlega gagnrýndur. Fjöldi þeirra lést við byggingu þeirra leikvanga sem notaðir eru undir mótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Í gær

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál