Söngkonan, Shakira og Gerard Pique fyrrum leikmaður Barcelona ákváðu fyrr á þessu ári að skilja en saman eiga þau tvö börn.
Shakira og Pique voru eitt af stjörnupörum heimsins en leiðir skildu og Pique var fljótur að finna sér nýja unnustu.
Undanfarna daga og vikur hafa blöð á Spáni elt Shakira á röndum og myndað hann með sama karlmanninum ítrekað.
Maðurinn sem um ræðir er Gorka Ezkurdia og er 24 ára gamall brimbrettakennari. Shakira var og er í kennslu hjá honum.
„Ég bið fólk um að bera virðingu fyrir börnunum mínum á flóknum tímum sem þau upplifa nú. Ég bið fjölmiðla að hætta með sögusagnir,“ segir Shkira í yfirlýsingu.
„Ég er ekki með neinum og hef ekki áhuga á neinu nema að vera alltaf til staðar fyrir börnin mín.“
Eftir skilnaðinn ákvað Pique að leggja skóna á hilluna og spilaði sinn síðasta leik með Barcelona í nóvember.