Lögreglan í Surrey á Englandi hefur tjáð sig um innbrotið á heimili Raheem Sterling. Kantmaðurinn knái fór heim frá Katar í gær og spilaði ekki með enska landsliðinu gegn Senegal.
Í yfirlýsingu lögreglunnar kemur fram að eiginkona Sterling og börn hafi ekki verið heima þegar innbrotið átti sér stað.
Þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi og úr sem kostar um og yfir 50 milljónir samkvæmt fréttum.
„Við erum með málið til rannsóknar, lögreglan fékk símtal klukkan 21:00 á laugardagskvöld eftir að eigendur húsins komu heim og tóku eftir því að brotist hafði verið inn,“ segir talsmaður lögreglunanr í Surrey, úthverfi London.
„Rannsókn er í fullum gangi, engum var ógnað og rannsókn málsins miðast nú að því að safna göngum sem geta nýst við rannsóknina.“
Óvíst er hvort eða hvenær Sterling snýr aftur til Katar en enska liðið mætir Frakklandi í átta liða úrslitum á laugardag.