fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Bílafloti Ronaldo fluttur burt frá Manchester – Þessir tveir kosta 85 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. desember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo heldur ekki aftur til Manchester þegar þáttöku hans á HM í Katar er lokið. Byrjað er að pakka fyrir Ronaldo og flytja dótið hans burt frá Englandi. Hann rifti samningi við Manchester United á dögunum.

Ensk blöð birta í dag myndir af því þegar bílarnir hans Ronaldo voru fluttir frá Mancheester.

Bílarnir voru teknir í síðustu viku og farið með þá til Portúgals en um var að ræða tvo af þeim bílum sem Ronaldo hafði í Manchester.

Ronaldo á haug af flottum bílum en hann hafði leigt hús í Alderley Edge hverfinu í úthverfi Manchester.

Bílarnir komu svo til Portúgals en sá möguleiki er fyrir hendi að Ronaldo semji við Sporting Lisbon sem er hans uppeldisfélag.

Um var að ræða Cadillac jeppa sem Ronaldo fékk í afmælisgjöf og Bentley bifreið sem sáust fara frá heimili hans í Manchester. Samtals kosta þeir um 85 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli