Alex Scott, fyrrum landsliðskona Englands, vakti mikla athygli í gær í útsendingu leiks Hollands og Bandaríkjanna.
Scott er 38 ára gömul og starfar í dag sem sparkspekingur en hún var frábær knattspyrnukona á sínum tíma.
Kjóll Scott vakti mikla athygli í settinu á BBC í gær en hún sást þar klæðast appelsínugulu.
Margir vilja meina að Scott hafi þarna verið að sýna Hollendingum stuðning frekar en Bandaríkjamönnum en eins og flestir vita klæðist Holland þeim lit.
Mögulega er um tilviljun að ræða en Holland vann leikinn að lokum með þremur mörkum gegn einu í 16-liða úrslitum.
Mynd af Scott og kjólnum má sjá hér.