Jordan Pickford er tilbúinn í að taka vítaspyrnu fyrir England á HM í Katar ef þess þarf í útsláttarkeppninni.
Pickford er markmaður Englands og þykir nokkuð góður í að verja vítaspyrnur sem sannaði sig á HM árið 2018.
Það eru góðar líkur á að England þurfi að fara í eina vítaspyrnukeppni ef liðið kemst í úrslit HM en leiðin er löng.
Markmaðurinn viðurkennir að hann horfi ekki á sig sem fyrsta mann á blað en er reiðubúinn ef kallið kemur.
,,Ef það er kallað í mig, þá mun ég taka vítaspyrnu,“ sagði Pikcord í samtali við blaðamenn.
,,Vonandi verður þetta aðallega um að verja vítaspyrnurnar og gefa öðrum tækifæri á að nýta þau færi.“