fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Helgi Seljan skefur ekki af því og furðar sig á þessum málum í Laugardal – „Ég skil ekki alveg hvað er svona erfitt“

433
Laugardaginn 3. desember 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs. 

Þar voru teknar fyrir fréttir vikunnar og meðal annars var farið yfir málin á bak við tjöldin í vináttulandsleik íslenska karlandsliðsins við Sádi-Arabíu í síðasta mánuði. 

„Það kom mörgum á óvart þegar við fórum að spila leikinn við Sádana. Þetta var ekki augljós kostur fyrir okkur og það hefði verið hægt að nýta þennan glugga betur. En þetta er það sem Sádar gera. Þeir kaupa landslið til að spila á móti sér,“ segir Helgi, en Stundin fjallaði einmitt um það í síðustu viku að KSÍ hafi ekki fengið grænt ljóst frá Utanríkisráðuneytinu til að spila leikinn, þvert á það sem hafði verið haldið fram. 

„Það kom mér á óvart að KSÍ hafi verið búið að fullyrða að sambandið hafi fengið grænt ljós frá utanríkisráðuneytinu. Það snerist um allt annað mál.“ 

Hörður tekur til máls. „Þetta er ekki til fyrirmyndar. Það verður áhugavert að sjá ársreikning KSÍ, hvernig þetta verður falið. Aðrar tekjur er líklega það sem þetta verður sett undir. KSÍ er félögin í landinu og þau eiga að geta gert kröfu á að peningurinn sem hlýst af svona hvítþvotti skili sér til þeirra. 

KSÍ hefði bara getað sagt satt og rétt frá. Vera heiðarleg, það er það minnsta sem maður biður um.“ 

Helgi skilur ekki af hverju hlutirnir eru ekki upp á borðum í Laugardal. 

„Ég skil ekki alveg hvað er svona erfitt hjá Knattspyrnusambandinu. Allt sem viðkemur fjármálum er svolítið villta vestrið. Allt í einhverjum rassvasabókhöldum. Ég geri mér ekki grein fyrir því af hverju þetta er öðruvísi hér en annars staðar.“ 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum
433Sport
Í gær

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn
Hide picture