Romelu Lukaku átti herfilegan dag er belgíska karlalandsliðið féll úr leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar í gær.
Belgía þurfti sigur í gær til að komast áfram og fékk Lukaku heldur betur færin til þess að skora. Allt kom þó fyrir ekki og Belgar úr leik, sem þykja gífurleg vonbrigði fyrir þetta sterka lið.
Króatar fylgja Marokkó upp úr riðlinum.
Ekki var Ivan Rakitic að bæta úr skák eftir leik með myndbandi sem hann birti. Hann er fyrrum landsliðsmaður Króatíu.
„Koma svo Lukaku. Við verðum að gefa honum mánaðarfrí í Split (í Króatíu). Koma svo!“ segir hann í myndbandinu.
Lukaku hefur átt erfitt innan vallar undanfarið. Hann er á láni hjá Inter frá Chelsea.
Myndband Rakitic má sjá hér að neðan.
Rakitic thanking Lukaku 😂😂 pic.twitter.com/UhdT2gNwyu
— CroatianSports (@CroatianSoccer) December 1, 2022