fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
433Sport

Ótrúlegar sögur frá fyrsta Heimsmeistaramótinu – Þjálfarinn braut flösku af klór og missti meðvitund

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-reikningurinn The Upshot er með skemmtilegan þráð í dag þar sem farið er yfir Heimsmeistaramótið árið 1930. Um fyrsta HM sögunnar er að ræða og var það ansi skrautlegt.

Mótið var haldið í Úrúgvæ og tóku aðeins þrettán lið þátt. Nú eru 32 lið á mótinu og eftir fjögur ár verða þau 48.

Evrópsku liðin ferðuðust til Úrúgvæ á skosku gufuskipi og tóku þeir lið Brasilíu upp í á leið sinni þangað. Egyptar áttu að koma með einnig en misstu af skipinu.

Argentínumenn voru þekktir sem „vonda liðið á mótinu.“ Lögregla þurfti að blanda sér í málin í leik þeirra gegn Síle og í undanúrslitunum gegn liði Bandaríkjanna fór allt úr böndunum.

Einn Bandaríkjamaðurinn fótbrotnaði í leiknum og annar missti nokkrar tennur eftir hnefahögg arentísks leikmanns.

Reiður þjálfari bandaríska liðsins hljóp inn á völlinn en datt. Um leið braut hann klórflkösku í vasa sínum og missti meðvitund. Ótrúlegar senur.

Úrslitaleikurinn sjálfur var á milli heimamanna í Úrúgvæ og Argentínu. 15 þúsund argentískir stuðningsmenn ætluðu að ferðast til Montevideo á gufuskipi en villtust á leiðinni og komu degi of seint, bara til að komast að því að lið þeirra hafi tapað.

Umfjöllun The Upshot í heild má lesa hér fyrir neðan, sem og myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona