fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Hugrekkið uppmálað í Katar – „Vantaði bara að hann mótmælti verðbólgu á Íslandi“

433
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfandi hljóp inn á völlinn í leik Úrúgvæ og Portúgals á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.

Maðurinn sem um ræðir heitir Mario Ferri og hljóp hann inn á völlinn klæddur í bol þar sem stóð „Björgum Úkraínu.“

Þá mótmælti hann einnig framkomu í garð hinsegin fólks í Katar og ástandinu í Íran.

Flestir bjuggust við að Ferri yrði harkalega refsað af Katörum en hann staðfesti í dag að hann væri laus allra mála eftir að hafa verið handsamaður á vellinum í gær.

Þetta var til umræðu í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag.

„Hann var grjótharður og mótmælti eiginlega öllu,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson í þættinum.

„Það vantaði bara að hann mótmælti verðbólgu á Íslandi til að ná öllum katalógnum,“ segir Hörður Snævar Jónsson.

Helgi tók aftur til máls. „Þurfum við ekki svona uppreisnarseggi inn á milli? Menn sem taka svona á sig.“

Portúgal vann leikinn í gær 2-0 með mörkum frá Bruno Fernandes. Liðið er komið áfram í 16-liða úrslit.

Umræðan í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar