fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Boðið upp á nýjung fyrir stuðningsmenn Arsenal og Manchester United á næstu leiktíð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum frá Englandi mun íþróttavöruframleiðandinn Adidas hanna treyjur fyrir stuðningsmenn Arsenal og Manchester United sem verða án auglýsinga frá styrktaraðilum framan á.

Liðin myndu þá áfram spila í treyjum þar sem styrktaraðilar auglýsa en aðdáendur gætu valið á milli treyja með eða án auglýsinga.

Hugsunin hjá Adidas er sú að treyjurnar henti almennri tísku betur.

Þetta á þó ekki við um alla búninga félaganna, heldur aðeins þriðja búninginn sem verður sérstaklega hannaður með þetta í huga.

Adidas gerir þetta fyrir öll stórlið sem framleiðandinn er með á sínum snærum, þar á meðal Bayern Munchen, Juventus og Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla