fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Ræddu fallegt en sorglegt myndband hans – „Maður þurfti nánast að grípa í klútinn og þurrka tárin“

433
Mánudaginn 28. nóvember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins, sagði í gær að dagurinn væri ekki bara sérstakur þar sem hans menn ættu fyrir höndum stórleik við Þýskaland á Heimsmeistaramótinu í Katar, heldur hefði dóttir hans einnig fagnað þrettán ára afmæli sínu.

Dóttir Enrique, Xana, lést úr krabbameini aðeins níu ára gömul.

„Hann birtir fallegt myndband þar sem hann er úti að hjóla í Katar og minnist hennar. Þetta er líklega versta martröð hvers manns, að missa barn. Þetta var fallegt en sorglegt á sama tíma,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV).

„Maður þurfti nánast að grípa í klútinn og þurrka tárin. Þetta lifir með honum alla tíð,“ segir Hörður Snævar Jónsson.

Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleiknum í gær.

Umræðan um þetta er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?