Piers Morgan er ekki þekktur fyrir það að liggja á skoðunum sínum. Hann er með skýr skilaboð til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, í pistli sínum í The Sun í gærkvöldi.
Það hefur vakið athygli í fyrstu leikjum Englands á Heimsmeistaramótinu í Katar að Phil Foden hefur ekki byrjað leik fyrir liðið. Lærisveinar Southgate unnu fyrsta leik riðilsins gegn Íran, 6-2, en gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í síðasta leik.
„Phil Foden er besti leikmaður Englands og á því liggur enginn vafi,“ skrifar Morgan.
„Hann er hæfileikaríkasti leikmaður síðan við vorum með Paul Gascoigne. Hann sýnir þetta með því að spila frábærlega með Manchester City í hverri viku, bæði í Ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu.“
Morgan heldur áfram og skefur ekki af því.
„Þetta fær mig til að hugsa: Af hverju í andskotanum setti Southgate hann ekki inn á gegn Bandaríkjunum á föstudag?
Svo kom ömurleg afsökun Southgate: „Við töldum það ekki rétt að spila Phil fyrir miðju því hann spilar ekki þar fyrir félagsliðið sitt.“ Fyrirgefðu, ha? Foden hefur oft spilað þar fyirr City.“
Morgan vitnar þá í orð Albert Einstein og segir þau eiga vel við Soutgate.
„Skilgreining geðbilunar er að gera það sama aftur og aftur en ætlast til að fá aðra niðurstöðu.
Taktu þér tak Gareth og byrjaðu Foden í öllum leikjum það sem eftir er af þessu móti.“