Enskir miðlar telja að Jordan Henderson kom inn í byrjunarlið enska landsliðsins á morgun.
Yrði það á kostnað Jude Bellingham en Henderson kom inn fyrir Bellingham í leiknum gegn Bandaríkjunum á föstudag.
Enska liðið mætir Wales á morgun en ensk blöð eru ekki örugg á því að Phil Foden komi inn í byrjunarliðið.
Gareth Southgate þjálfari enska liðsins er ekki þekktur fyrir að gera miklar breytingar.
Svona telja ensk blöð að líklegt byrjunarlið enska liðsins verði á morgun.