fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Gunnhildur segir heiminn ekki öruggan fyrir samkynhneigða –Rifjar upp skotárás þar sem 49 létu lífið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skrifar áhugaverðan og áhrifaríkan pistil á Facebook síðu sinni í kvöld.

Þar vekur hún athygli á afstöðu FIFA og Katar til baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum sínum. Ákveðið var að banna fyrirliðabönd á HM í Katar þar sem styðja átti hinsegin fólk.

Gunnhildur Yrsa er sjálf samkynhneigð en hún segir það mikið bakslag að fylgjast með málefnum FIFA síðustu daga.

„Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Ég hef sjálf stundað þessa íþrótt i 27 ár, fyrst eingöngu sem áhugamál en síðar einnig í atvinnumennsku. Og í dag á ég unnustu sem einnig hefur knattspyrnu að atvinnu. Ég hef verið það heppin að mér hefur alls staðar verið tekið opnum örmum og ég nýt stuðnings frá fjölskyldu minni og vinum. Ég er mikil baráttukona fyrir LGBTQ+ samfélagið, hef unnið mikið fyrir samtökin Special Olympics og ég trúi því að íþróttir eigi að vera fyrir alla,“ skrifar Gunnhildur í pistli sínum.

Gunnhildur spilar með Orlando Pride í Bandaríkjunum og segist fá mikinn stuðning þar. „Íþróttir þar sem samfélög koma saman, þar sem fólk getur verið hluti af einhverju, þar sem fólk getur verið í öruggu umhverfi. En þannig er það ekki allsstaðar. Ég spila fyrir bandaríska liðið Orlando Pride sem hefur opinberlega lýst yfir fullum stuðningi við baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum sínum,“ skrifar Gunnhildur.

Hún segir að framkoma FIFA siðustu daga ýti undir slæmt ástand og tekur dæmi.

„Skemmst er að minnast skothríðar á skemmtistað samkynhneigða í Orlando fyrir fáeinum árum þar sem 49 dóu, og nú nýlega var önnur skotáras á skemmtistað samkynhneigðra í Colorado þar sem 5 létu lífið. Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigða, það er bara þannig, og því miður ýtir framkoma FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, að allir væru velkomnir, en í dag líður mér ekki þannig.“

Hún bendir á að fyrir marga sé það ekki stórmál að fyrirliðabandið hafi verið bannað. „Fyrir flestum er kannski ekkert stórmál að regnboga-fyrirliðabönd séu bönnuð, en fyrir suma er það risastórt skref afturábak og algjört högg í magann. Að FIFA haldi mót í landi þar sem líf samkynhneigðra er stefnt í hættu vegna kynhneigðar þeirra er óásættanlegt. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur sagt sína skoðun í tengslum við mótið og sýnt samkynhneigðum stuðning. FIFA og Infantino forseti sambandsins segja að við ættum að einbeita okkur að fótbolta en ekki pólitík, en við segjum á móti að það séu grundvallar mannréttindi sem málið snýst um. Ég vil líka nota tækifærið til að hrósa löndum eins og Þýskalandi sem mótmæltu banni regnbogabandsins í fyrsta leik sínum og íranska landsliðinu sem söng ekki með þjóðsöngnum sínum í leiknum á móti Englandi, til að mótmæla yfirvöldum í Íran.“

Gunnhildur vonar að staða samkynhneigðra og umræðan síðustu daga verði til þess að fleiri berjist fyrir betri heimi.

„Ég vona að yfirstandandi heimsmeistaramót í knattspyrnu og sú umræða um stöðu samkynhneigðra sem tengist því veki athygli þannig að fleiri taki þátt í baráttunni. Við getum ekki bara beðið eftir að hlutirnir breytist, heldur verða knattspyrnuyfirvöld, þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn að taka þátt í þeirri baráttu að skapa umhverfi sem bíður alla velkomna. Knattspyrnufólk er með ákveðinn vettvang þar sem það getur staðið upp og látið til sín taka fyrir fólk og hópa sem hafa enga rödd. Fótbolti er fyrir alla. Punktur.“

Pistill Gunnhildar er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Í gær

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana