Virgil van Dijk, fyrirliði Hollands, svaraði gagnrýni goðsagnarinnar Marco van Basten sem hann lét falla eftir leik liðsins við Ekvador.
Holland gerði 1-1 jafntefli við Ekvador á HM í Katar og var Van Basten ekki hrifinn af frammistöðu Van Dijk í leiknum.
Van Basten sagði á meðal annars að Van Dijk væri ekki að standa sig sem leiðtogi innan vallar og að hann hefði vel getað komið í veg fyrir mark Ekvador í leiknum.
,,Að mínu mati er hann aldrei jákvæður. Hvað á ég að gera við þessi ummæli?“ sagði Van Dijk.
,,Það er auðvelt að tala í settinu. Að ég sé að valda vonbrigðum sem fyrirliði? Hvað viltu að ég geri við þær upplýsingar?“
,,Ég er alltaf hreinskilinn og ég reyni að leiða liðið eins vel og ég get.“