Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er sagður vilja fá tvær HM stjörnur til liðs við sig í janúarglugganum.
Það er ESPN sem greinir frá þessu en Man Utd mun vilja finna arftaka Cristiano Ronaldo eftir HM í Katar.
Ronaldo hefur rift samningi sínum við Man Utd en hann er nú frjáls ferða sinna og má semja annars staðar.
Samkvæmt ESPNY eru þeir Cody Gakpo og Rafael Leao þeir leikmenn sem Ten Hag hefur áhuga á.
Leao er leikmaður Portúgals og AC Milan og Gakpo er landi Ten Hag frá Hollandi og spilar með PSV Eindhoven.
Það væri auðveldara að fá Gakpo til enska stórliðsins en Leao myndi kosta yfir 100 milljónir punda.