fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Falleg saga Ragnars frá Afríku: Boðinn bíll en ferðaðist með ungu drengjunum í rútunni – „Fannst það fáránlegt“

433
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðskempa og núverandi umboðsmaður fékk sér sæti í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sat með Ragnari í settinu.

Ragnar fór á dögunum til Senegal, þar sem hann hitti unga knattspyrnudrengi í erfiðri stöðu. Hann komst í tengsl við fólkið sem heldur úti heimilinu fyrir drengina í gegnum eiginkonu sína og var spurður hvort hann væri til í að fara út.

„Ég var til í það og þá var ekkert hægt að bakka út úr því, ekki að ég hafi viljað það. Ég fór að tala við alla sem ég þekkti hérna, því þeir eiga ekki neitt, safnaði skóm og fötum og svona,“ segir Ragnar.

„Það er verið að reyna að búa til framtíð fyrir þá.“

Ragnar vissi ekki hvað hann væri að fara út í en ferðin kom honum á óvart.

„Ég var svo stressaður um að mér yrði svo heitt þarna. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í en þetta var bara ótrúlegt. Fyrsta daginn sé ég að þeir æfa á einhverjum sandvelli þar sem var bara rusl út um allt. Þetta voru hræðilegar aðstæður.

Þetta er tenging sem við erum komin með og mig langar að halda í.“

Ragnar lenti í smá vandræðum þegar hann kom inn í landið.

„Þeir sögðu mér að ég þyrfti ekki Visa en það var það fyrsta sem gæinn í búrinu spurði mig um. Það var smá vesen. Þeir þekktu einhvern þarna og gátu fengið einhvern til að koma og hjálpa mér inn í landið.“

Honum var boðinn bíll þegar hann lenti á flugvellinum. Hann vildi þó frekar fara með drengjunum ungu sem höfðu tekið svo vel á móti honum.

„Mér fannst það fáránlegt þannig ég fór í rútuna með strákunum og það var sungið og dansað og allt brjálað.

Ég á alveg pottþétt eftir að fara þangað aftur einhvern tímann,“ segir Ragnar Sigurðsson.

Hann ræðir ferðina ítarlega í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher biðst afsökunar

Carragher biðst afsökunar
433Sport
Í gær

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador
433Sport
Í gær

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
Hide picture