fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Ragnar var kominn með æluna upp í kok þegar komið var að stórri ákvörðun

433
Laugardaginn 26. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðskempa og núverandi umboðsmaður fékk sér sæti í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sat með Ragnari í settinu en þeir fóru yfir fréttir vikunnar.

Það skýrðist í vikunni að Cristiano Ronaldo er búinn að yfirgefa Manchester United. Það kom umsjónarmanni þáttarins á óvart hversu vel var staðið að starfslokum Ronaldo hjá félaginu. „Þetta var óumflýjanlegt og þetta var vilji beggja. Ronaldo hafði engan áhuga að vera þarna og Manchester United vildi ekkert hafa hann þarna,“ sagði Hörður og bætti við að Portúgalinn sé ekki alveg að sætta sig við að hann sé kominn að endalokum ferilsins.

Hann spurði Ragnar hvernig sú tilfinning væri. Að endalokin væru komin. „Mér var alltaf sagt af eldri leikmönnum að spila eins lengi og möguleiki væri. Maður ætti eftir að sakna þess.

En fyrir mig var það alls ekki þannig. Ég var búinn að vera með æluna upp í kok í einhver tvö eða þrjú ár. Að mæta á hverjum degi, fara á endalausa fundi, vera í þessum fötum eða hinum, fara þangað og hlaupa hingað. Því ef maður gerir ekki það sem manni er sagt er það vesen. Ég var alveg kominn á það að komast út úr þessu. En ég var að passa mig að hætta ekki of snemma.“

Vinir og fjölskylda kvöttu hann til dáða og sögðu honum að reyna áfram. „En loksins sagði ég að ég gæti ekki meir og þegar það var klárt þá var eins og það færu 50 kíló af bakinu. Mér var mjög létt.“

Hann benti á að honum væri allavega ekki enn farið að leiðast í lífinu og sakni atvinnumannaumhverfisins ekki neitt. „Það var frábær ákvörðun að hætta og hefði alveg mátt gerast fyrr.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill framlengja samning Konate

Liverpool vill framlengja samning Konate
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“
Hide picture