Frakkland 2 – 1 Danmörk
1-0 Kylian Mbappe(’61)
1-1 Andreas Christensen(’68)
2-1 Kylian Mbappe(’86)
Stórleikurinn sem margir biðu eftir á HM í Katar var að klárast en þarna áttust við Frakkland og Danmörk.
Frakkarnir eru á leið í næstu umferð keppninnar en liðið vann 2-1 sigur í kvöld þökk sé Kylian Mbappe.
Mbappe kom Frökkum yfir á 61. mínútu áður en Andreas Christensen jafnaði metin fyrir Dani stuttu seinna.
Stórstjarnan Mbappe var aftur á ferðinni á 86. mínútu og skoraði þá eftir sendingu frá Antoine Griezmann.
Frakkland er komið áfram úr riðlinum en Danir eru með eitt stig eftir tvo leiki og eru ekki í frábærum málum.