Stuðningsmenn bandaríska landsliðsins voru léttir fyrir leik gegn Englandi á HM í Katar í gær.
Leikurinn var enginn frábær skemmtun en honum lauk með markalausu jafntefli í riðlakeppninni.
Fyrir leik sungu stuðningsmenn Bandaríkjanna til stuðningsmanna Englands og ögruðu þeim á saklausan hátt.
,,Íþróttin heitir sparkbolti,“ sungu stuðningsmenn Bandaríkjanna en íþróttina er að sjálfsögðu kölluð fótbolti í Evrópu.
Þá er verið að tala um heitin ‘soccer’ og ‘football’ en íþróttin er kölluð því fyrrnefnda í Bandaríkjunum.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
USA fans chanting “It’s called soccer” ahead of #USAvsENG 😂
(via @GregBishopSI, @SInow)pic.twitter.com/ADfFIUZmhS
— Bleacher Report (@BleacherReport) November 25, 2022