Það var líf og fjör í leik Katar og Senegal sem fram fór á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.
Heimamenn voru nokkuð kröftugir en það var Boulaye Dia sem Senegal yfir. Bæði lið voru án stiga eftir fyrstu umferðina.
Famara Diedhiou kom Senegal í 2-0 áður en Katar skoraði sitt fyrsta mark í sögunni á HM. Þar var að verki hinn síkáti Mohammed Muntari.
Senegal bætti við þriðja markinu til að tryggja sigurinn og Katar því að öllum líkindum úr leik.
Holland og Ekvador mætast klukkan 16:00 í áhugaverðum leik í þessum sama riðli.