fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

HM martröð Þýskalands heldur áfram – Japanir komu, sáu og sigruðu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskaland er komið með bakið upp við vegg á Heimsmeistaramótinu í Katar eftir verulega óvænt tap gegn Japan.

Þýskaland voru mikið mun sterkari aðili leiksins framan af leik en Ilkay Gundogan kom liðinu yfir. Markið skoraði Gundogan úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Þýskaland fékk urmul færa til að klára leikinn en voru ekki í markaskónum. Það nýttu Japanar sér.

Ritsu Doan jafnaði leikinn á 75 mínútu og átta mínútum síðar var það Takuma Asano sem kom Japan yfir. Bæði Doan og Asano komu inn sem varamenn í leiknum.

Þeir þýsku reyndu að koma inn jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki. Liðið heldur betur komið í holu en Spánn og Kosta Ríka eru einnig í riðlinum.

Þjóðverjar upplifðu martröð á HM í Rússlandi árið 2018 er liðið komst ekki upp úr riðlinum en sú saga gæti endurtekið sig í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad