fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Yfirlýsing frá Ronaldo eftir riftun samningsins – ,,Rétt að leita að nýrri áskorun“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 18:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United á Englandi hefur staðfest það að félagið sé búið að rifta samningi Cristiano Ronaldo.

Þetta kemur fram í tilkynningu liðsins í kvöld en Ronaldo er nú staddur á HM með portúgalska liðinu.

Þetta er ákvörðun sem margir bjuggust við eftir viðtal sem Ronaldo fór í nýlega við Piers Morgan.

Þar gagnrýndi Ronaldo vinnubrögð Man Utd harkalega og sagði félagið hafa svikið sig.

Man Utd þakkar Ronaldo fyrir tíma sinn hjá félaginu en hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum.

Ronaldo hefur nú sjálfur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

,,Ég elska Manchester United og ég elska stuðningsmenn félagsins, það mun aldrei breytast. Ég tel þó að það sé rétti tíminn til að leita að nýrri áskorun,“ sagði Ronaldo.

,,Ég óska liðinu góðs gengis í framhaldinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn