fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Allir í landinu fá frí eftir mögulega óvæntustu úrslit í sögu keppninnar

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentína og Sádi-Arabía mættust í fyrsta leik C-riðils Heimsmeistaramótsins í Katar í dag.

Útlitið var ansi gott fyrir Argentínu þegra liðið fékk víti snemma leiks. Lionel Messi fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lærisveinar Lionel Scaloni komnir yfir eftir tíu mínútna leik.

Eftir hálftíma leik hélt Lautaro Martinez að hann hefði komið Argentínu í 2-0. Mark hans var hins vegar dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu og nýrrar rangstöðutækni. Um afar tæpa rangstöðu var að ræða.

Sádi-Arabía kom með látum inn í seinni hálfleik. Á 48. mínútu jafnaði Saleh Al-Shehri fyrir þá og fimm mínútum síðar voru þeir komnir yfir með frábæru marki Salem Al-Dawsari.

Argentínumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki. Sádar börðust hetjulega síðustu mínútur leiksins.

Lokatölur 2-1 fyrir Sádi-Arabíu. Liðið er því með þrjú stig en Argentína ekkert.

Sádí-Arabía hefur nú ákveðið að gefa öllum landsmönnum frí á morgun til að fagna mögulega óvæntustu úrslitum í sögu HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn