fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Virðist staðfesta ummæli Mane frá því í vor – Var nálægt Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að hann hafi haft mikinn áhuga á að fá Sadio Mane til liðs við sig er hann var stjóri Manchester United.

Það var árið 2016, þegar Mane var leikmaður Southampton, sem United vildi fá leikmanninn. Senegalinn fór að lokum til Liverpool, þar sem hann átti eftir að standa sig frábærlega áður en hann gekk til liðs við Bayern Munchen í sumar.

„Mig langaði að fá hann þegar ég var knattspyrnustjóri United. Ég eltist við hann,“ segir Van Gaal.

Staðfestir þetta ummæli Mane frá því í vor, en hann sagðist hafa verið hársbreidd frá því að fara til United.

Holland mætir einmitt Senegal í fyrsta leik liðanna á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag. Þar verður Mane ekki með vegna meiðsla, en hann missir af HM alfarið vegna þeirra.

„Ég er mikill aðdáandi Mane. Hann getur brotið upp leiki. Ég held að Senegal muni sakna hans mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xabi Alonso opnar dyrnar fyrir því að taka við liði á Englandi

Xabi Alonso opnar dyrnar fyrir því að taka við liði á Englandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagði upp störfum í Kóreu eftir magnaðan árangur

Sagði upp störfum í Kóreu eftir magnaðan árangur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu