fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Lygileg saga Hannesar: Með alla bolta á lofti en mátti ekki missa af þessu – „Ég á ekki að segja frá þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 10:00

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var með marga bolta á lofti haustið 2020. Hann var þá að leikstýra kvikmyndinni Leynilögga og einnig að spila með Val og landsliði Íslands.

Hannes lýsir því í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark þegar hann var á tæpasta vaði með að ná æfingu Vals daginn fyrir leik þar sem hann var við tökur á Leynilöggu. Hann mátti alls ekki missa af æfingunni.

Kappinn segir frá því að hann hafi átt að mæta á æfingu 11:15 en fyrst hafi þurft að taka upp bílaeltingaleik í Leynilöggu.

„Klukkan var tuttugu mínútur í ellefu og það tekur tuttugu mínútur að keyra þetta allavega. Ég hugsaði að ég yrði bara að gera þetta og taka afleiðingunum ef þetta klikkar,“ segir Hannes í Chess After Dark.

„Við tókum þetta og erum komnir á bensínstöðina í Garðabænum þegar það eru níu mínútur í æfinguna á Hlíðarenda.“

Frænka hans var mætt þar sem tökum á senunni lauk til að skutla honum á æfinguna.

„Ég sest upp í bíl hjá frænku minni sem var að vinna í myndinni. Ég var búinn að segja við hana að hafa hurðina opna á þessari bensínstöð og svo brunum við. Ég var á bakinu á henni allan tímann. Ég á ekki að segja frá þessu en hún braut allar reglurnar í bókinni og það ískraði í dekkjunum þegar við fórum yfir ljós. Þetta var eiginlega senan sem við vorum að skjóta.“

Þetta hafðist allt saman að lokum.

„Við fórum yfir á öllum rauðum. Svo mæti ég og það eru þrjár mínútur í æfingu. Ég er orðinn heimsmeistari í að klæða mig hratt í æfingafötin. Það voru menn sem vissu hvað væri að gerast. Siggi sagði við mig „ef þú hefðir ekki komið á þessa æfingu værir þú búinn hérna.“ Ég var fyrstur út á völl. Það var sigurstund. Ég tók í spaðann á þjálfarateyminu eins og ekkert hefði í skorist.“

Hannes bendir svo á að nokkrum dögum síðar hafi hann spilað mikilvægan landsleik við Rúmeníu fyrir Íslands hönd og álagið lygilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina