fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Hazard viðurkennir sorglegan sannleika – ,,Ég er ekki með þetta lengur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 16:12

Eden Hazard kemur inná fyrir Vinicius Junior.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid og Belgíu, gaf í raun sorglegt viðtal í dag er hann ræddi eigin feril og þar sem hann er í dag.

Hazard var einn besti leikmaður Englands ef ekki heims árið 2018 er hann lék með Chelsea en fór stuttu síðar til Real.

Hlutirnir hafa alls ekki gengið upp hjá Real og er Hazard 31 árs gamall í dag og hefur ekki sýnt sitt besta í langan tíma.

Hazard viðurkennir að hann sé kominn yfir sitt besta á ferlinum en segist enn geta gert góða hluti ef hann sleppur við meiðsli.

,,Ef ég á að vera hreinskilinn, hvernig ég var árið 2018, ég er ekki með það lengur,“ sagði Hazard.

,,Ég sýni það ekki en ég hef þurft að takast á við of mikið bæði líkamlega og andlega. Ég skammast mín ekki.“

,,Árið 2018 var ég mögulega einn af tíu bestu leikmönnum heims. Mun ég ná því aftur? Ég efast um það. Ef líkaminn leyfir mér þá get ég enn gert frábæra hluti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu