fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum stjarna og Íslandsvinur reykti 20 sígarettur á dag – Eðlilegt að sitja á barnum til þrjú um nótt

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 12:46

LONDON, ENGLAND - DECEMBER 18: Football pundit David James is seen in the VIP area during Day Four of the 2017 William Hill PDC World Darts Championships at Alexandra Palace on December 18, 2016 in London, England. (Photo by Alex Pantling/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir landsliðsmenn voru mun kærulausari fyrir um 20 árum síðan en þeir eru í dag sem og fótboltamenn víðsvegar um heiminn.

Þetta segir David James, fyrrum leikmaður Englands og Liverpool, en hann lék einnig með ÍBV hér heima. James er góður vinur Hermanns Hreiðarssonar en þeir léku um tíma saman með Portsmouth.

James viðurkennir að það hafi verið venja leikmanna Englands að kíkja út á lífið fyrir æfingar og voru þeir þar til klukkan tvö eða þrjú um nótt.

Ekki nóg með það þá reykti markmaðurinn um 20 sígarettur á dag sem hjálpaði þoli hans nákvæmlega ekki neitt.

,,Peter Taylor var sá sem sá um að hita mig upp. Þetta var nokkuð skrítið, hann sagði að við ætluðum að hita upp en þetta var mikil vinna,“ sagði James.

,,Ég hugsaði með mér að ég væri dauðþreyttur. Það að ég reykti 20 sígarettur á dag hjálpaði mér ekki.“

,,Hlutirnir hafa breyst. Við hittumst reglulega á bar í Burnham. Við sættum okkur við góða vinnu yfir daginn og að það væri æfing daginn eftir.“

,,Þú varst samt á barnum þar til klukkan tvö eða þrjú um nóttina, það var eðlilegt. Ég get ekki ímyndað mér að það sé raunin í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina