fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Heyrðu ekki í þjálfaranum fyrir látum á vellinum og duttu úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chancel Mbemba, varnarmaður Marseille, viðurkennir að leikmenn liðsins hafi ekki vitað að jafntefli gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu í gær hefði dugað þeim inn í Evrópudeildina.

Tottenham átti afar dapran fyrri hálfleik og var verðskuldað 1-0 undir eftir hann. Clement Lenglet jafnaði hins vegar leikinn snemma í seinni hálfleik og í blálokin tryggði Pierre-Emile Hojbjerg Spurs sigur, eftir að Marseille hafði hent öllum sínum leikmönnum fram völlinn í von um það að komast í 16-liða úrslit.

Marseille getur kannski nagað sig í handabökin fyrir að skilja ekki eitthvað af leikmönnum eftir í vörn því tapið þýddi að Marseille hafnar í neðsta sæti riðilsins í stað þess þriðja.

Með sigrinum vann Tottenham riðil sinn og fer í 16-liða úrslit, ásamt Frankfurt, sem hafnaði í öðru sæti. Sporting var í því þriðja og fer í Evrópudeildina. Marseille er úr leik í Evrópu þetta árið.

„Þeir á bekknum vissi hvernig staðan var hjá Sporting. Það voru samskiptaerfiðleikar á milli okkar,“ segir Mbemba, en Sporting tapaði sínum leik.

Igor Tudor, stjóri Marseille segir að leikmenn hafi ekki heyrt í sér. „Það var svo mikill hávaði. Ég sagði þeim að bakka, ekki fara fram. Þeir heyrðu ekki í mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee