fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Sævar kafaði ofan í sögur af einum áhugaverðasta manni Íslands – Var kannski ekki af gamla skólanum

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 19. nóvember 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Másson – Engin helvítis ævisaga inniheldur aragrúa af skondnum og litríkum sögum sem Sævar Sævarsson hefur safnað saman frá ferli Kjartans Mássonar sem knattspyrnuþjálfari, leikfimi- og sundkennari og vallarstjóri. Það gustaði gjarnan af Kjartani enda var harður í horn að taka og fór ótroðnar slóðir.

Bókin kom út í vikunni. „Þetta byrjaði þannig að ég tók viðtal við Kjartan fyrir jólablað Keflavíkur, þeir fá mig í það af því að ég geri það alltaf frítt. Ég heillaðist af kallinum, ég fékk leyfi frá honum í kjölfarið til að safna sögum,“ segir Sævar sem var gestur á Hringbraut á föstudag.

„Kjartan kemur ekkert að bókinni, ég fór á stúfana og talaði við stjórn Keflavíkur þegar þeir fengu hann fyrst. Svo talaði ég við árgangana sem hann þjálfaði og fann helling af sögum. Svo fékk ég eina og eina sögu úr Garðinum, Sandgerði og Eyjum. Hann náði bestum og athyglisverðum árangri með ÍBV.“

Kjartan gerði góða hluti með ÍBV sem var hann uppeldisfélag en þjálfaði einnig í Færeyjum, Víði Garði, Grindavík, Víking Reykjavík, HK, Reyni Sandgerði og Keflavík. „Hann fór óhefðbundnar leiðir í þjálfun, hann var útsjónarsamur. Það var margt sem kom á óvart.

Menn fóru í box, fimleika, hlaupa í sundlaugum. Hann var í mörgum hlutum á undan sinni samtíð.“

Kjartan vildi ekki gefa út ævisögu en gaf Sævari leyfi til þess að safna saman sögum. „Þegar maður hugsar um hann þá er hann svona af gamla skólanum, en þegar maður skoðar þetta betur þá var það ekki þannig.“

Kjartan var ekki allra eins og kemur fram í þeim sögum sem Sævari tókst að safna saman. „Hann var mjög umdeildur, í dag og á árum áður. Hann var með munninn langt fyrir neðan nefið, hann var ekki vinsælasti maðurinn hjá andstæðingum og dómurum. Þegar við lítum til baka þá sjáum við að það var mikið í hann spunnið,“ segir Sævar.

Bókina er hægt að kaupa hérna

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
Hide picture