fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Bale þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Erfitt andlega frekar en eitthvað annað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. nóvember 2022 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale, stjarna Wales, hefur staðfest það að hann verði klár á HM og er leikfær í fyrsta leik liðsins í riðlakeppninni.

Wales spilar sinn fyrsta leik gegn Bandaríkjunum þann 21. nóvember en ýmsir miðlar hafa talað um það að Bale yrði ekki klár í þann slag.

Bale þvertekur fyrir þær sögusagnir en Wales er að spila á HM í fyrsta sinn síðan 1958 og má ekki við því að missa sína stærstu stjörnu.

Meiðsli hafa verið að hrjá Bale á tímabilinu en hann er leikmaður LAFC í bandarísku MLS deildinni.

,,Það eru engin vandamál til staðar. Ég er 100 prósent klár og tilbúinn að spila,“ sagði Bale við blaðamenn.

,,Ef ég þarf að spila 90 mínútur þrisvar sinnum þá geri ég það. Þetta hefur verið erfitt, meira andlega frekar en eitthvað annað.“

,,Ég býst við að þetta hafi verið erfitt fyrir alla undanfarnar þjár eða fjórar vikur, maður heyrir sögur af leikmönnum meiðast og þeir munu missa af HM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“