fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Valdimar leiðréttir misskilninginn og biður menn um að lesa betur – „Það er enginn skuggi yfir Heimi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar hjá FH, segist opinn fyrir því að ráða Eið Smára Guðjohnsen aftur til félagsins í framtíðinni í einhverju formi. Hann tekur þó fram að Eiður snúi ekki aftur í starf aðalþjálfara, þar sem Heimir Guðjónsson hefur verið ráðinn.

Eiður Smári Guðjohnsen var þjálfari FH lengst af í sumar en steig til hliðar í haust af persónulegum ástæðum.

Þetta kom upp í kjölfar þess að Eiður var stöðvaður af lögreglu, grunaður um ölvunarakstur. Hann steig til hliðar til að vinna í sínum málum.

Fyrr í þessum mánuði var Heimir svo ráðinn sem þjálfari FH. Sama dag ræddi Valdimar við 433.is um hvað það þýddi fyrir Eið, en talað hafði verið á þann veg að dyrnar stæðu honum enn opnar.

„Við viljum halda einhvers konar leið opinni fyrir Eið í framhaldinu en það verða einhverjar smá breytingar á því frá því sem áður var fyrirhugað. Við viljum gjarnan finna verkefni og sjá hvernig staðan verður þegar þessu ferli er lokið. Hvert það verður og hvernig, það verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Valdimar við 433.is þann 8. nóvember, sama dag og Heimir var ráðinn.

Meira:
Segir stöðu Eiðs Smára breytta en útilokar þó ekki endurkomu hans í Kaplakrika – „Við fylgjumst vel með og reynum að styðja Eið“

Einhverjir virtust mistúlka þessi orð Valdimars og halda að Eiður gæti einfaldlega gengið inn í starf Heimis þegar hann væri búinn að vinna í sínum málum. Svo er ekki og útskýrði Valdimar stöðuna við Þungavigtina.

„Menn þurfa í fyrsta lagi að lesa það sem ég sagði. Það var alveg skýrt þegar ég sagði að Heimir væri að koma að Eiður væri ekki að koma inn í það starf aftur,“ segir Valdimar.

„Þetta er ferli sem tekur tíma hjá Eið og við styðjum við bakið á honum í því. Það sem ég var að segja er að ég voni sannarlega að hann komi til baka og þá eru dyr FH opnar.

Ég er ekki að segja að hann eigi að koma inn sem aðalþjálfari. En það er ýmiss störf hjá félaginu sem ég ætla ekkert að útiloka að hann komi inn í.“

FH undirbýr sig undir framhaldið með Heimi við stjórnvölinn.

„Það er enginn skuggi yfir Heimi að einhver eigi að fara að koma inn ef svo beri undir,“ segir Valdimar Svavarsson við Þungavigtina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír í hættu vegna komu Alonso

Þrír í hættu vegna komu Alonso
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns