fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Ronaldo vissi hvað hann var að gera – Engin endurkoma og félagið þarf að rifta

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 18:36

Cristiano Ronaldo /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, goðsögn Manchester United, telur að Cristiano Ronaldo hafi engan áhuga á því að spila aftur fyrir félagið.

Ronaldo hefur gert allt vitlaust síðustu daga eftir að hafa mætt í viðtal hjá Piers Morgan þar sem hann skaut harkalega á félagið sem og stjóra liðsins, Erik ten Hag.

Ronaldo segist hafa fengið litla virðingu eftir komu Ten Hag í sumar og viðurkennir að hafa reynt að komast burt í sumarglugganum.

Neville telur að þetta séu endalok Ronaldo hjá Man Utd og að hann vilji ekki klæðast rauðu treyjunni aftur í framtíðinni.

,,Ég er ekki á því máli að Ronaldo vilji endurkomu. Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef það væri hans vilji,“ sagði Neville.

,,Hann vissi að þetta viðtal myndi gefa fjölmiðlum fyrirsagnir og að ferill hans hjá Manchester United væri á enda. Ég velti því fyrir mér hvað Man Utd er að gera því þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano, annars eru þeir með leikmann í sínum röðum sem getur alltaf gagnrýnt félagið.“

,,Cristiano vill það örugglega líka en sambandið þurfti ekki að enda svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu