fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Real eltist við annan varnarmann Chelsea stuttu eftir komu Rudiger

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 19:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er ekki hætt að elta varnarmenn Chelsea og mun reyna við goðsögn liðsins í janúarglugganum.

Þetta kemur fram í fétt Futbol Total á Spáni en varnarmaðurinn umtalaði er Cesar Azpilicueta sem er fyrirliði enska liðsins.

Azpilicueta hefur leikið með Chelsea frá árinu 2012 og reyndi að komast til Barcelona í sumar en án árangurs.

Real ætlar nú að freista þess að fá Azpilicueta til liðsins í janúar og eftir HM en Azpilicueta er 33 ára gamall.

Antonio Rudiger yfirgaf Chelsea fyrir Real síðasta sumar og vill spænska liðið nú styrkja bakvarðarstöðuna frekar en miðvörðinn.

Azpilicueta er orðinn hálfgerður varamaður hjá Chelsea og hefur byrjað minna en helming leikja liðsins á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi