fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Pochettino opinn fyrir því að taka við enska landsliðinu

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 20:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er opinn fyrir því að taka við enska landsliðinu ef tækifærið gefst.

Pochettino staðfestir þetta sjálfur í viðtali við the Athletic en hann er án félags þessa stundina eftir að hafa yfirgefið Paris Saint-Germain.

Pochettino er þekktastur fyrir tíma sinn á Englandi en hann náði afar góðum árangri með Southampton og svo Tottenham áður en hann var látinn fara.

Búist er við að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, verði látinn fara ef gengið á HM í Katar verður ekki nógu gott.

,,Samband mitt við England hefur alltaf verið mjög gott. Við erum í góðu sambandi þegar kemur að akademíum og að reyna að þróa unga leikmenn fyrir landsliðið,“ sagði Pochettino.

,,Maður veit aldrei hvað gerist en ég er svo sannarlega opinn fyrir öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu