Knattspyrnuáhugafólki sem mætt er til Katar blöskrar mörgum verðlagið þar í landi á sérstökum stuðningsmannasvæðum.
Grískt salat sem virðist ansi lítið kostar þannig rúmar 1500 krónur.
Ef fólk vill gera vel við sig og fá sér quesadilla og snakk þá kostar það rúmar 2 þúsund krónur.
Er þetta hátt verðlag sérstaklega fyrir fólk frá þeim löndum sem svona verð sést ekki. Á Íslandi þætti þetta nokkuð vel sloppið.
Verðið á bjór er það sem flestum blöskrar. Áfengi er bannað á almannafæri í Katar en vegna mótsins hefur verið sett upp sérstakt svæði þar sem hægt er að fá sér bjór.
Bjórinn kostar þó litlar 2200 krónur og því þarf knattspyrnuáhugafólk að hafa talsvert af fjármunum með sér til að gera vel við sig í drykk.