Lionel Messi segir þrjú lið framar öðrum í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í Katar.
Hinn 35 ára gamli Messi er á leið á sitt síðasta HM með Argentínu. Liðið er einmitt talið eitt af þeim sigurstranglegustu á mótinu.
Sjálfur telur Messi þó greinilega svo ekki vera.
„Það eru alltaf sömu liðin sem eru líkleg. Það eru alltaf nokkur sem koma á óvart en í grunninn eru þetta sömu liðin,“ segir Messi.
„Í dag finnst mér Brasilía, England og Frakkland aðeins á undan hinum. Allt getur samt gerst.“
Argentína er í riðli með Sádi-Arabíu, Mexíkó og Póllandi. Mótið hefst á sunnudag með opnunarleik heimamanna í Katar og Ekvador.