fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Hannes opnar sig um stóra málið í fyrra: Stutt símtal eftir þriggja daga óvissu og flökkusögur – „Litar mjög það álit sem ég hafði á honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson fer ítarlega yfir viðskilnað sinn við Val í fyrra í þætti Chess After Dark sem kom út í gær. Valur segir að betur hefði getað verið staðið að brottför hans og að hún hafi komið honum á óvart.

Valur taldi eftir leiktímabilið 2021 í efstu deild karla að krafta Hannesar væri ekki lengur óskað, þó svo að hann ætti ár eftir af samningi sínum. Félagið fékk til sín Guy Smit frá Leikni R. í stað landsliðsmarkvarðarins fyrrverandi.

„Þetta kom algjörlega eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Það hafði gengið mjög vel þessi tvö ár,“ segir Hannes í Chess After Dark.

„Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik í gegnum fjölmiðla. Þá fór ég að kynna mér þetta og kemst að því að það væri löngu búið að ganga frá þessu og að það ætti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn og komast að því hvað væri í gangi.“

Algjör óþarfi

Hannes segir það hafa verið óþarfi hversu ljótur viðskilnaðurinn við Val var. „Þetta er bara ótrúlega leiðinlegt mál fyrir alla sem komu að því. Þetta hefði aldrei þurft að fara í þetta.“

Hann viðurkennir að hann hafi verið vonsvikinn með þátt Heimis Guðjónssonar, þá þjálfara Vals, í málinu.

„Ég stóð í þeirri trú að okkar samband væri fínt. Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals. Ég hnippti í hann kvöldið sem síðasti leikur tímabilsins fór fram og sagði að ef hann vildi setjast niður og ræða hvað mætti fara betur og þess háttar fyrir næsta tímabil væri ég meira en til. Það samtal fór auðvitað aldrei lengra. Það gerir mann enn meira hissa á að þetta hafi farið svona. Fyrst að þetta var einhver tilfinning sem hann greinilega hefur haft. Það er eitthvað sem hefði tekið eitt spjall að rétta af.

Þetta hefði getað verið tæklað á allt annan hátt. Ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. En ég er ekki að neita því að framkoma hans í þessu máli litar mjög það álit sem ég hafði á honum. Maður sér það í svolítið öðru ljósi núna.“

Flökkusögur fóru á kreik

Hannes var ekki sá eini sem var hissa þegar hann fékk fregnir af því að hann fengi ekki að vera áfram í Val.

„Þetta kom ekki bara flatt upp á mig heldur allan leikmannahópinn. Ég held þú getir spurt hvern einasta leikmann í þessum klefa út í hvernig stemningin var þarna og mitt viðhorf. Ég bar svolítið á herðunum allt sem við vorum að gera utan vallar, að skipuleggja ferðir eða eitthvað í félagslífinu.“

Það var lítið um svör frá Val dagana eftir brottför Hannesar og ýmsar sögur fóru á kreik.

„Ég veit ekki hvað ég er ekki búinn að heyra að ég hafi átt að gera í þessum klefa. Það er auðvitað hundleiðinlegt að hlusta á svoleiðis þegar það er ekki fótur fyrir neinu af því.

Ég heyrði ekkert frá Val fyrr en einhverjum þremur dögum eftir að þetta er komið í loftið. Ég var búinn að reyna að hafa samband við alla þarna. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta. Það var kannski það sem kveikti mest í púðurtunnunni.“

Hannes hefur seinna meir rætt við Börk Edvardsson, formann Vals.

„Við Börkur erum búnir að tala saman síðan. Eins ósáttur og ég var við hann á þeim tíma þá er þetta ekkert annað en eitt símtal til að róa málin. Ég hef engan áhuga á að standa í einhverju stríði við fólk sem ég kann vel við. Við Börkur heilsumst og spjöllum þegar við hittumst. Við gerðum upp okkar mál,“ segir Hannes Þór Halldórsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Í gær

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Í gær

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann