Eden Hazard hefur svo sannarlega ekki náð að sýna sitt besta fyrir lið Real Madrid eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá Chelsea árið 2019.
Það var búist við miklu af Hazard í Madrid en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning leikmansins sem fær fá tækifæri í dag.
Hazard er þó enn mikilvægur leikmaður belgíska landsliðsins og verður hluti af liðinu á HM í Katar.
Belginn segist ekki vera að leitast eftir því að yfirgefa Real en viðurkennir á sama tíma að sú staða gæti breyst eftir HM.
Hazard er 31 árs gamall og hefur aðeins spilað sex leiki fyrir Real á tímabilinu.
,,Ég vil ekki yfirgefa Real Madrid. Kannski mun mín staða breytast eftir HM í Katar,“ sagði Hazard.
,,Ég vil fá að spila en það er stjórinn sem tekur ákvarðanirnar. Ég sætti mig við þær en vil líka sýna að ég eigi skilið að spila meira. Þegar þú spilar ekki þá er það erfitt.“