fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Notar engar afsakanir eftir ömurlegt gengi undanfarið – ,,Vorum alls ekki nógu góðir“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, var ekki að nota neinar afsakanir ef hann var spurður út í leik liðsins við Newcastle um helgina.

Chelsea spilaði í raun mjög illa í 1-0 tapi gegn Newcastle og var alls ekki ógnandi þegar kom að sóknarleiknum.

Newcastle átti sigurinn skilið en Chelsea hefur ekki unnið í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum sem er ekki ásættanlegt.

Gallagher kennir engu um nema leikmönnum liðsins og segir að frammistaðan þurfi að vera miklu betri.

,,Við vorum alls ekki nógu góðir og þurfum að horfa á okkur sjálfa. Líkamlega þá voru þeir sterkari en við og þeir sýndu meiri ákefð. Við þurfum að bæta það,“ sagði Gallagher.

,,Ef við viljum berjast um titla og þess háttar þá þurfum við að vera svo miklu betri og Newcastle sannaði það. Við þurfum að líta í eigin barm því það er mikið sem við getum bætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar