fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar: Þetta eru ensku stelpurnar sem halda sig á snekkjunni í Katar – Nokkrar fyrirgefið hneyksli fortíðarinnar

433
Mánudaginn 14. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkonur og kærustur enskra landsliðsmanna munu fylgja þeim á Heimsmeistaramótið í Katar, sem hefst eftir tæpa viku.

Þær megja þó ekki hitta mennina sína. Þess í stað verða þær saman á rándýrri snekkju í höfninni. Snekkjan er metin á milljarð punda og þar er allt til alls.

Enska götublaðið The Sun tók saman lista yfir nokkrar af eiginkonum og kærustum ensku leikmannanna og rakti söguna um leið.

Anna Modler (Eric Dier)
Modler og Dier hafa aðeins verið saman frá því snemma í haust. Hin 24 ára gamla Modler var áður með knattspyrnumanninum Alexis Sanchez.

Anouska Santos (Luke Shaw)
Santos og Shaw kynntust árið 2017. Í sumar eignuðust þau sitt fyrsta barn saman.

Georgina Irwin (Aaron Ramsdale)
Irwin ferðast mikið í starfi sínu sem flugfreyja. Hún og Ramsdale hafa verið saman í þrjú ár.

Sasha Attwood (Jack Grealish)
Fyrirsætan Attwood og Grealish hafa lengi verið saman. Samband þeirra hefur á köflum verið stormasamt og hann sakaður um framhjáhald. Þau haldast þó saman.

Fern Hawkins (Harry Maguire)
Tveggja barna móðirinn Hawkins hefur staðið með eiginmanni sínum í gegnum súrt og sætt. Hún er á leið með Maguire á sitt þriðja stórmót.

Megan Pickford (Jordan Pickford)
Parið gifti sig í sumar og skellti sér til Maldíveyja. Þau lifa sannkölluðu glamúr-lífi.

Paige Milian (Raheem Sterling)
Sterling og Milian hafa verið saman allt frá því þau voru unglingar. Hún fylgdi honum til Liverpool, Manchester City og nú síðast Chelsea.

Annie Kilner (Kyle Walker)
Þau hafa verið saman í meira en áratug. Kilner hefur þurft að fyrirgefa Walker hin ýmsu hneyksli, þar á meðal framhjáhöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“